Um okkur...

Vörurnar...

Bimbi vörulínan er hugsuð sem ævintýraheimur fyrir börn á öllum aldri. Vörulínan er hönnuð af Herdísi Björk Þórðardóttur, grafískum hönnuði og myndlistarmanni.

 

Herdís er sjálfstætt starfandi hönnuður og rekur meðal annars Bimbi ásamt manni sínum, Birni Gíslasyni ljósmyndara og viðskiptafræðingi, en hann fær að sjá um reikningana. Þau búa og starfa á Akureyri - ásamt tveimur orkuboltum, þeim Arnari & Ara.

 

Hjónin hafa afar gaman að ýmsu sem kemur að frumkvöðlastarfi og nýsköpun og reka þau einnig lítið hugbúnaðarfyrirtæki, Appia ehf., ásamt félaga sínum Matthíasi Rögnvaldssyni. Herdís er stjórnarformaður og hefur yfirumsjón með hönnun og útliti. Appia hefur látið frá sér 2 öpp eða smáforrit 2know og 2know School, sem og unnið að ýmsum öppum sem undirverktaki, má þar nefna app fyrir veitingastaðinn Saffran og appið Trillan sem er unnið fyrir Íslenska Sjávarklasann.

 

Áhugasamir geta skoðað sýnishorn af öðrum verkefnum á síðunni: www.herdisbjork.is

Smáa letrið...

Pöntun er alla jafna send með Póstinum nema óskað sé eftir öðrum flutningsaðila. Kaupandi greiðir fyrir sendingu nema annað sé tekið fram. Ef óskað er eftir póstkröfu bætist það gjald við verð vöru skv. gjaldskrá Póstsins.

 

Sé vara skemmd eða gölluð vinsamlegast hafið þá samband og við leysum málið.

​Markmið okkar er einfalt: ...að hanna og framleiða

fallegar vörur sem gera daglega lífið svolítið fjölbreyttara og skemmtilegra.

 

Flestar vörurnar koma í þremur litum og því hægt að blanda saman að vild, svo þú getur búið till þinn eigin Bimbi ævintýraheim.

 

Megnið af okkar vörum er framleitt á Íslandi þó svo að hagstæðara væri að fjöldaframleiða erlendis. Við höldum verði eins lágu og við mögulega getum en leggjum þrátt fyrir það mikið upp úr gæðum og gerum þar engar málamiðlanir.

 

Í þeim tilfellum sem við látum framleiða fyrir okkur erlendis höfum við haft mikið fyrir því að finna framleiðsluaðila sem við treystum. Við leitumst eftir gæðavöru og góðum gildum, sbr. samfellurnar okkar sem eru úr 100% lífrænni bómull og eru Fair Trade vottaðar, en það þýðir að bændur sanngjarnt verð fyrir sína vöru.

 

Allar okkar vörur er hægt að panta beint frá okkur, eins ef einhverjar spurningar vakna þá endilega hafðu samband.

 

Eftirfarandi verslanir selja einnig vörur frá okkur:

 

Kista Menningarhúsinu Hofi, Akureyri

Hrím Laugarvegi, Reykjavík

Heimkaup www.heimkaup.is og

Heimkaup verslun, Smáratorgi, Kópavogi.

 

   © 2011-2016   Herdís Björk  /  +354 862 1770  / herdisbjork@gmail.com

Uppfært 05.01.2016