Vegghilla

Skýja hillan er hugsuð fyrir bækur, myndir eða aðra smáhluti.  Útlína hillunnar er sama skýjalína og er að finna í Bimbi myndskreytingum.

 

Hillan er gerð úr 5 mm hvítu/glæru akrílplasti og er best að þrífa hana með mjúkum klút og vatni/gluggaspreyi. Varast skal sterk, kornótt/ætandi hreinsiefni sem gætu skemmt yfirborð plastsins.

 

Hillan er hönnuð og framleidd á Íslandi.

 

Breidd: 50 cm

Hæð: 23 cm

Dýpt: 5 cm

 

Ath. Hillan er ekki ætluð fyrir þyngd yfir 5 kg!

Límborði

Bimbi veggborði er prentaður á matta veggfóðursfilmu (sjálflímandi) sem ætluð er á málaða veggi og annað slétt yfirborð. Það er einfalt að hengja borðann upp sem og að fjarlægja hann.

 

Borðinn sem kemur í þremur litum, bleikum, bláum og grænum, hentar vel í barnaherbergi og önnur rými þar sem litlir puttar skoða umhverfið.

 

Límborðinn er hannaðaður og framleiddur á Íslandi. Borðinn kemur upprúllaður og er stærðin á rúllunni í umbúðum 23 cm á lengd og

5 cm í þvermál.

 

Breidd: 165 cm

Hæð: 21 cm

 

 

aðeins örfá eintök eftir af þessari vöru

Límmiðar - hús og fleira

Límmiðarnir koma á örk sem er í stærð A3 (30 x 42 cm). Á örkinni eru nærri 30 límmiðar, þar af 5 hús, gras, girðingar, fuglar, blóm og hjörtu. Arkirnar eru fáanlegar í 3 litum.

 

Bimbi vegglímmiðar eru prentaðir á matta veggfóðursfilmu (sjálflímandi) sem ætluð er á málaða veggi og annað slétt yfirborð. Einfalt er að hengja límmiðana upp sem og að fjarlægja þá.

 

Með Bimbi límmiðum getur þú blandað saman litum og útbúið þinn eigin ævintýraheim. Límmiðana má einnig nota á aðra hluti, t.d. stílabækur eða möppur.

 

Límmiðarnir eru hannaðir og framleiddir á Íslandi.

 

 

aðeins örfá eintök eftir af þessari vöru

Límmiðar - tré og fleira

Bimbi vegglímmiðar eru prentaðir á matta veggfóðursfilmu sem ætluð er á málaða veggi og annað slétt yfirborð. Einfalt er að hengja límmiðana upp sem og að fjarlægja þá.

 

​Límmiðarnir koma á örk sem er í stærð A3 (30 x 42 cm). Á örkinni eru rúmlega 40 límmiðar: tré, gras, girðingar, bílar, fígúrur, fuglar, blóm og hjörtu. Arkirnar eru fáanlegar í 3 litum.

 

Með Bimbi límmiðum getur þú blandað saman litum og útbúið þinn eigin ævintýraheim. Límmiðana má einnig nota á aðra hluti, t.d. stílabækur eða möppur.

 

Límmiðarnir eru hannaðir og framleiddir á Íslandi.

 

 

aðeins örfá eintök eftir af þessari vöru

Límmiðar - bílar og fleira

 

​Bimbi vegglímmiðar eru prentaðir á matta veggfóðursfilmu (sjálflímandi) sem ætluð er á málaða veggi og annað slétt yfirborð. Einfalt er að hengja límmiðana upp sem og að fjarlægja þá.

 

Límmiðarnir koma á örk sem er í stærð A3 (30 x 42 cm). Á örkinni eru nærri 50 límmiðar í sex litum: bílar, fuglar og hjörtu.

 

Með Bimbi límmiðum getur þú blandað saman litum og útbúið þinn eigin ævintýraheim. Límmiðana má einnig nota á aðra hluti, t.d. stílabækur eða möppur.

 

Límmiðarnir eru hannaðir og framleiddir á Íslandi.

 

aðeins örfá eintök eftir af þessari vöru

   © 2011-2016   Herdís Björk  /  +354 862 1770  / herdisbjork@gmail.com

Uppfært 05.01.2016